Hvað er Námfús?

Á Námfúsi er að finna fjölda verkefna og prófa sem kennarar geta prentað út eða látið nemendur leysa á vefnum. Kennarar geta búið til eigin próf með því að nota spurningabanka Námfúsar eða samið sínar eigin spurningar.

Á Námfúsi geta skólar haldið utan um ástundun, námsmarkmið og vitnisburð. Samskipti skóla og foreldra, og á milli starfsmanna skóla eru auðveld og skilvirk. Það er mjög auðvelt að nota vefinn.

Námfús býður meðal annars upp á

 • Námskerfi

  Námsefnisbanki, prófgerð, próftaka, yfirferð prófa, talgervill o.fl.

 • Vitnisburður

  Vitnisburðarblöð, vitnisburðarbók, námsmat o.fl.

 • Heimavinna

  Setja nemendum fyrir. Viðhengi, lestexti, talgevill, vídeó o.fl.

 • Hæfniviðmið og lykilhæfni

  Hæfniviðmið og lykilhæfni úr nýrri námskrá. Tenging við námskerfið o.fl.

 • Ástundun

  Ástundunaryfirlit, yfirlit í tölvupósti, kennslustund o.fl.

 • Dagbók

  Dagbókaryfirlit, skráning o.fl.

 • Stöðumat

  Nemandi, aðstandandi og kennari meta stöðu fyrir foreldrafund.

 • Stundaskrá

  Skoða á vef eða prenta. Kennarar, bekkir, nemendur og kennslustofur.

 • Póstur

  Senda póst eftir bekkjum, námskeiðum, árgöngum o.fl. Viðhengi.

 • Skóladagatal

  Skóladagatal fyrir nemendur, aðstandendur og starfsmenn.

 • Minnispunktar

  Skrifa, deila, birta og tengja við nemanda, starfsmann, kennslustund eða námsmarkmið.

 • Forföll starfsmanna

  Skrá forföll og finna afleysingarkennara, skýrsla o.fl.

 • Útprentun og skýrslur

  Stundaskrár, vitnisburðarblöð, nemendalisti o.fl.

 • Stundatöflugerð

  Einfalt að búa til og breyta stundatöflum.

 • Sérkennsla

  Einstaklingsmiðað nám, talgervill o.fl.

 • Einfaldur í notkun

  Einfalt viðmót og ítarlegar leiðbeiningar.

 • Notendur á Námfúsi

  Sér svæði er fyrir hvern notendahóp: Nemendur, aðstandendur, kennarar, skólastjórnendur og ritarar.

 • Skólastjóri

  Yfirlit yfir allan skólann.

 • Kennari

  Ástundun, námskerfi, vitnisburður, póstkerfi o.fl.

 • Nemandi

  Heimavinna, próftaka o.fl.

 • Aðstandandi

  Yfirlit yfir heimavinnu, skóladagatal, ástundun o.fl.